Vel hannað hús sem hentar vel fyrir fjölskyldur sem einbýlishús eða sumarhús. Það hentar einnig vel til útleigu fyrir þá sem vilja leigja út hús af þessari stærð Við erum með lóðir á góðum stað í Grímsnesi. Stær þeirra er frá 5.000fm uppí 13.000fm
Húsið er boðið í stæðrum frá 122 til 150
fermetra. Stærri húsin hafa stærri stofu en sömu
herbegjaskipan. Lítið mál að fækka
svefnherbergjum og hafa þau færri en stærri.
Þessi hús eru afar hentug ssem einbýlishús og seins em sumarbústaðir.
Framan við stofu er pallur undir þaki og hægt er að loka því rými með gleri til
og hafa þar glæsilega um 30 fermetra sólstofu.
Eldhúsið tengist stofunni þannig að þegar
unnið er í eldhúsinu þá er auðvelt að fylgjast með því sem á sér stað í stofunni
og úti á verönd og samhliða eldhússtarfinu að taka þátt í því sem fram fer.
Stórir gluggar opnir fyrir miklu útsýni og
hleypa góðri birtu inn í stofuna.
Úr stofunni er gengið út á 30 fermetra palla og yfir honum er þak.
Veröndin er undir þaki svo það er auðvelt
að mynda þar skjól til að sitja úti og njóta þess sem umhverfið og veröndin
bjóða uppá.
Með því að loka veröndinni með gleri, tapast ekkert útsýni og þannig er hægt að
nota hana til að geyma útihúsgög og grill, þegar húsið er ekki í notkun